GRV gerir sína fyrstu styrktarsamninga
 Sameiginlegt lið Grindavíkur, Reynis og Víðis í öðrum- og meistaraflokki kvenna, GRV, gerði laust fyrir páska sína fyrstu styrktarsamninga þegar Hitaveita Suðurnesja og Jón og Margeir skrifuðu undir samning um að styrkja kvennaknattspyrnuna næstu ár.
Sameiginlegt lið Grindavíkur, Reynis og Víðis í öðrum- og meistaraflokki kvenna, GRV, gerði laust fyrir páska sína fyrstu styrktarsamninga þegar Hitaveita Suðurnesja og Jón og Margeir skrifuðu undir samning um að styrkja kvennaknattspyrnuna næstu ár.GRV leikur í næst efstu deild í sumar og markið sett á Landsbankadeildina enda efniviðurinn sannarlega til staðar og kvennaráðið öflugt. Þess má geta að leikmennirnir Alma Rut Garðarsdóttir, Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Elínborg Ingvarsdóttir leika í U-19 ára landsliðinu sem fer utan núna í enda mánaðar að spila tvo æfingaleiki við Íra í Dublin.
Mynd: Jón Gunnar Margeirsson hjá Jón og Margeir og Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja sjást hér skrifa undir ásamt Guðmundi í kvennaráði GRV.
Þeir sem vilja styrkja GRV er bent á reikningsnúmerið 1193-05-5101, kennitala 510108-1240


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				