GRV gerir sína fyrstu styrktarsamninga
Sameiginlegt lið Grindavíkur, Reynis og Víðis í öðrum- og meistaraflokki kvenna, GRV, gerði laust fyrir páska sína fyrstu styrktarsamninga þegar Hitaveita Suðurnesja og Jón og Margeir skrifuðu undir samning um að styrkja kvennaknattspyrnuna næstu ár.
GRV leikur í næst efstu deild í sumar og markið sett á Landsbankadeildina enda efniviðurinn sannarlega til staðar og kvennaráðið öflugt. Þess má geta að leikmennirnir Alma Rut Garðarsdóttir, Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Elínborg Ingvarsdóttir leika í U-19 ára landsliðinu sem fer utan núna í enda mánaðar að spila tvo æfingaleiki við Íra í Dublin.
Mynd: Jón Gunnar Margeirsson hjá Jón og Margeir og Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja sjást hér skrifa undir ásamt Guðmundi í kvennaráði GRV.
Þeir sem vilja styrkja GRV er bent á reikningsnúmerið 1193-05-5101, kennitala 510108-1240