Grindvískt tap gegn Fylki

Grindavík tapaði fyrir Fylki með þremur mörkum gegn einu í Pepsideildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Leikið var á Floridana-vellinum. Fylkismenn komust yfir á 50. mínútu með marki Daða Ólafssonar. 
 
Grindvíkingar jöfnuðu þegar William Daniels skoraði örfáum sekúndum eftir að honum hafði verið skipt inná fyrir José Sito Seoane.
 
Grindvíkingar voru ekki lengi í paradís því Fylkismenn komust að nýju yfir fjórum mínútum síðar með marki Ragnars Braga Sveinssonar og Daði Ólafsson innsiglaði svo sigur Fylkis átta mínútum fyrir leikslok.
 
Grindavík er í dag í 6. sæti deildarinnar með 24 stig.