Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvískar töpuðu stórt heima - hafa fengið á sig 28 mörk í deildinni
Þriðjudagur 20. júní 2017 kl. 22:27

Grindvískar töpuðu stórt heima - hafa fengið á sig 28 mörk í deildinni

Grindvíkingar steinlágu á heimavelli fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Blikastúlkur höfðu skorað þrjú mörk þegar flautað var til hálfleiks og bættu svo við tveimur mörkum til viðbótar í síðari hálfleik.
 
Lánið hefur ekki leikið við grindvískar knattspyrnukonur það sem af er Íslandsmótinu. Lykilleikmenn eru frá vegna meiðsla. Þá hefur ekkert lið fengið á sig eins mikið af mörkum en 28 sinnum hafa þær grindvísku þurft að sækja knöttinn í eigið mark en hafa aðeins skorað 6 mörk í fyrstu 9 umferðum Íslandsmótsins.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í Grindavík í kvöld en aðstæður til að spila knattspyrnu voru erfiðar, rigning og sterkur vindur af suð-austri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-Breiðablik (kvk) 0:5