Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvísk júdófjölskylda gerir það gott
Efsta röð frá vinstri: Gabríel Ísar Einarsson, Einar Jón Sveinsson, Katrín Ösp Magnúsdóttir og Magnús Alexander Einarsson. Miðröð frá vinstri: Ari Einarsson og Arnar Einarsson. Neðsta röð frá vinstri: Jón Óðinn Einarsson og Haukur Hersir Einarsson.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 12. mars 2024 kl. 15:58

Grindvísk júdófjölskylda gerir það gott

Grindvískir feðgar unnu Kyu-flokk, Daníel Dagur frá Reykjanesbæ vann í Dan-flokki

Sunnudaginn 3. mars hélt Júdósamband Íslands (JSÍ) í samstarfi við Evrópska júdósambandið, fyrstu barna kata hátíðina, þjálfaranámskeið og keppni í kata á Íslandi, sem markar tímamót í sögu íþróttarinnar. Þetta var fyrsti viðburður sinnar tegundar í Evrópu og er ætlað að vera fyrirmynd fyrir framtíðarviðburði í öðrum löndum. Júdófólk frá Suðurnesjum stóð sig frábærlega á mótinu.

Formaður JSÍ, Jóhann Másson, lýsti yfir mikilli ánægju með samstarfið og áhersluna á menntun sem einkenndi þjálfaranámskeiðið. „Það var ótrúlega gefandi að sjá þjálfara frá mismunandi löndum vinna saman að sameiginlegu markmiði um menntun.“

Í Dan-hópi var það JRB (Júdófélag Reykjanesbæjar) sem vann, í liðinu var Daníel Dagur Árnason sem er frá Reykjanesbæ og með honum var Eirini Fytrou frá Selfossi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Kyu-hópi urðu grindvískir feðgar hlutskarpastir, þeir Einar Jón Sveinsson og sonur hans Ari. Tindastóll lenti í öðru sæti og JS í þriðja sæti.

Því má bæta við að öll fjölskylda Einars Jóns er á kafi í júdóinu, þeir tveir fremstu sem eru yngstir, unnu allar sínar glímur á Góu-móti á dögunum. 

Nánar á síðu Júdósambands Íslands

Daníel Dagur Árnason vann í Dan-hópi.