Grindvíkingurinn góður í þýska bikarnum
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson stóð sig vel í tveimur leikjum með Framport Skyliners í þýsku bikarkeppninni í körfubolta um helgina.
Á laugardag skoraði Jón Axel sjö, stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Fraport vann Giessen 86-70.
Á sunnudag fór okkar maður mikinn í 89-80 sigri á Vechta. Þá skoraði Jón Axel 22 stig, tók 4 fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Í bikarkeppninni eru liðum skipt í fjóra riðla og hefur Fraport Skyliners unnið tvo af þremur leikjum og er með 4 stig og er í efsta sæti B-riðils. Sigurlið fjögurra riðla komast í undanúrslit.