Grindvíkingur æfir með Wolves
Óskar Pétursson, 15 ára knattspyrnumarkvörður frá Grindavík er staddur í Englandi þessa dagana þar sem hann er við æfingar hjá 1. deildar liði Wolves.
Hann hélt utan á sunnudaginn og mun æfa með U-18 liði klúbbsins fram á næstu helgi.
„Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt,“ sagði Óskar í samtali við Víkurfréttir í dag. „Ég fór á æfingu í gær og í morgun og er að fara aftur núna síðdegis. Það er hugsað mjög vel um mann hérna og þetta er alveg geggjað gaman!“
Þetta er í fyrsta skipti sem Óskar heldur utan til æfinga með atvinnumannaliði en hann má ekki skrifa undir samning við liðið vegna þess að reglur banna félögum að semja við leikmenn sem eru yngri en 16 ára. „Ef það fer vel hjá mér núna fer ég heim en kíki kannski aftur út í haust,“ segir þessi efnilegi kappi að lokum.
Mynd: Óskar í miðjunni ásamt félögum sínum í 3. flokki Grindavíkur
Hann hélt utan á sunnudaginn og mun æfa með U-18 liði klúbbsins fram á næstu helgi.
„Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt,“ sagði Óskar í samtali við Víkurfréttir í dag. „Ég fór á æfingu í gær og í morgun og er að fara aftur núna síðdegis. Það er hugsað mjög vel um mann hérna og þetta er alveg geggjað gaman!“
Þetta er í fyrsta skipti sem Óskar heldur utan til æfinga með atvinnumannaliði en hann má ekki skrifa undir samning við liðið vegna þess að reglur banna félögum að semja við leikmenn sem eru yngri en 16 ára. „Ef það fer vel hjá mér núna fer ég heim en kíki kannski aftur út í haust,“ segir þessi efnilegi kappi að lokum.
Mynd: Óskar í miðjunni ásamt félögum sínum í 3. flokki Grindavíkur