Grindvíkingum spáð sigri í 1. deild
Á kynningarfundi knattspyrnusumarsins 2007 í gær kom fram að Grindvíkingum var spáð sigri í 1. deild karla í sumar. Grindavík, Fjölni og Þrótti Reykjavík og ÍBV var spáð þremur efstu sætunum en þrjú lið munu komast upp úr 1. deildinni í sumar og í Landsbankadeildina.
Njarðvíkingum var spáð 9. sæti í deildinni og Reynismönnum var spáð 11. sæti en Víkingi frá Ólafsvík var spáð falli í 2. deild.
Keppni í 1. deildinni hefst núna á sunnudag en Suðurnesjaliðin leika sína fyrstu leiki í deildinni á mánudag.
Njarðvíkingar hefja keppni á útivelli á mánudag gegn Leikni, Grindavík heimsækir Stjörnuna í Garðabæ og Reynir tekur á móti Fjölnismönnum á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði. Allir leikirnir hefjast kl. 20:00 á mánudag.
VF-mynd/ [email protected] - Mikið mun mæða á Óla Stefáni Flóventssyni, fyrirliða Grindavíkur, í sumar.