Grindvíkingum spáð efsta sæti
Gindvíkingum er spáð sigri í Express-deild karla í körfuknattleik. Njarðvíkingar verða í fjórða sæti og Keflavík í því fimmta, gangi spáin eftir.
Kynningarfundur vegna Iceland Express-deildanna var í gær. Þar var árleg spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða kynnt og voru þetta niðurstöður hennar.
KR spáð sigri í Iceland Express-deild kvenna og Grindavík í Iceland Express-deild karla.
Iceland Express-deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum og Iceland Express-deild karla hefst á morgun, fimmtudag, með þremur leikjum.
Annars var spáin þessi fyrir Iceland Express-deild karla:
1. Grindavík, 418 stig
2. Snæfell, 358 stig
3. KR, 343 stig
4. Njarðvík, 339 stig
5. Keflavík, 312 stig
6. Stjarnan, 246 stig
7. ÍR, 214 stig
8. Tindastóll, 193 stig
9. Fjölnir, 121 stig
10. Hamar, 113 stig
11. FSu, 91 stig
12. Breiðablik, 90 stig