Grindvíkingar völtuðu yfir Fylkismenn
Grindvíkingar sigruðu Fylkir, efsta lið deildarinnar, 3-1 á heimavelli í kvöld í Símadeildinni í knattspyrnu. Grindvíkingar léku á alls oddi í leiknum og unnu verðskuldaðan sigur. Mörk heimamanna skoruðu Óli Stefán Flóventsson, Grétar Hjartarson og Scott Ramsey.Grindvíkingar eru því sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 25 stig og eiga því enn raunhæfa möguleika á titlinum þó svo það sé nokkuð langsótt að þeir nái að klófesta hann úr því sem komið er. Fylkir er í efsta sæti með 30 stig og KR er í 2. sæti með 28 stig en á leik til góða gegn Fram.