Grindvíkingar vinna Vilash
Grindvíkingar lögðu azerbajska liðið Vilash að velli, 2:1, í seinni leik þeirra í Intertoto-keppninni, en honum var að ljúka í Bakú í Azerbajdzhan.
Fyrri viðureignina, sem fram fór í Grindavík um síðustu helgi, unnu heimamenn 1:0 og vinna því 3:1 samanlagt. Mæta þeir svissneska félaginu Basel í næstu umferð.
Mörk Grindvíkinga í Bakú skoruðu þeir Paul McShane á 12. mínútu og Sinisa Kekic á 18. mínútu og voru Grindvíkingar því tveimur mörkum yfir, 2:0, í hálfleik. Heimamaðurinn Akhmedov minnkaði svo muninn í 2:1 á 48. mínútu.
Morgunblaðið greindi frá.
Fyrri viðureignina, sem fram fór í Grindavík um síðustu helgi, unnu heimamenn 1:0 og vinna því 3:1 samanlagt. Mæta þeir svissneska félaginu Basel í næstu umferð.
Mörk Grindvíkinga í Bakú skoruðu þeir Paul McShane á 12. mínútu og Sinisa Kekic á 18. mínútu og voru Grindvíkingar því tveimur mörkum yfir, 2:0, í hálfleik. Heimamaðurinn Akhmedov minnkaði svo muninn í 2:1 á 48. mínútu.
Morgunblaðið greindi frá.