Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar vaða í Stólana
Fimmtudagur 26. júní 2014 kl. 10:17

Grindvíkingar vaða í Stólana

Frumlegar auglýsingar Grindavíkurkvenna

Kvennalið Grindavíkur í fótbolta heldur uppteknum hætti frá því í fyrra, með því að útbúa skemmtilegar auglýsingar fyrir heimaleiki sína í 1. deild. Að þessu sinni fá þær Tindastól í heimsókn en leikurinn fer fram í kvöld á Grindavíkurvelli. Stúlkurnar létu sig hafa það að skella sér í sjóinn fyrir myndatökuna að þessu sinni en undirskrift myndarinnar er „Vöðum í þær.“ Grindvíkingar vöktu athygli fyrir auglýsingar sínar í fyrra en margar þeirra voru einkar frumlegar og hnyttnar en nokkrar þeirra má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024