Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar úr leik í bikarnum
Mánudagur 23. janúar 2012 kl. 17:22

Grindvíkingar úr leik í bikarnum

Grindavík er úr leik í bikarkeppni kvenna eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í 8 liða úrslitum um helgina með 13 stiga mun, 66-53. Bæði lið leika í B-deildinni og því voru nokkur vonbrigði fyrir Grindavík að tapa þessum leik.

Leikurinn var í járnum framan af. Stjarnan hafði þriggja stiga forskot eftir 1. leikhluta og fimm stiga forskot í hálfleik. Varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá Grindvíkingum og þá var skotnýting í tveggja stiga skotunum aðeins 22%

Stig Grindavíkur: Jeanne Lois Sicat 11, Ingibjörg Sigurðardóttir 10, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 9, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8, Sandra Dögg Guðlaugsdóttir 7, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Mary Jean Sicat 4.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024