Grindvíkingar úr leik í bikarnum
Grindavík er úr leik í bikarkeppni kvenna eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í 8 liða úrslitum um helgina með 13 stiga mun, 66-53. Bæði lið leika í B-deildinni og því voru nokkur vonbrigði fyrir Grindavík að tapa þessum leik.
Leikurinn var í járnum framan af. Stjarnan hafði þriggja stiga forskot eftir 1. leikhluta og fimm stiga forskot í hálfleik. Varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá Grindvíkingum og þá var skotnýting í tveggja stiga skotunum aðeins 22%
Stig Grindavíkur: Jeanne Lois Sicat 11, Ingibjörg Sigurðardóttir 10, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 9, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8, Sandra Dögg Guðlaugsdóttir 7, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Mary Jean Sicat 4.