Grindvíkingar úr leik eftir háspennu
Video: Sjáðu lokamínútnar úr leiknum frá Leikbrot
Grindvíkingar töpuðu naumlega fyrir Þórsurum í undanúrslitum karla í bikarnum í Laugardalshöll í gær. Þórsarar voru ívið sterkari aðilinn framan af leik en lokamínúturnar voru æsispennandi eins og sjá má hér að neðan í myndbandi frá Leikbrot.
Grindvíkingar áttu í miklum vandræðum með Tobin Carberry sem skoraði 44 stig og tók 16 fráköst fyrir Þór. Þórsarar náðu mest 14 stiga forystu en Grindvíkingar áttu frábæran lokasprett sem setti spennu í lleikinn. Hjá Grindvíkingum var Ólafur Ólafsson atkvæðamestur með 24 stig og 10 fráköst.
Þór Þ.-Grindavík 106-98 (24-23, 22-21, 30-20, 30-34)
Grindavík: Ólafur Ólafsson 24/10 fráköst/5 stolnir, Lewis Clinch Jr. 23/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 20/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 18/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 6, Ómar Örn Sævarsson 4, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Nökkvi Már Nökkvason 0, Magnús Már Ellertsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0.