Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Grindvíkingar úr leik eftir háspennu
Mynd Karfan.is
Föstudagur 10. febrúar 2017 kl. 09:33

Grindvíkingar úr leik eftir háspennu

Video: Sjáðu lokamínútnar úr leiknum frá Leikbrot

Grindvíkingar töpuðu naumlega fyrir Þórsurum í undanúrslitum karla í bikarnum í Laugardalshöll í gær. Þórsarar voru ívið sterkari aðilinn framan af leik en lokamínúturnar voru æsispennandi eins og sjá má hér að neðan í myndbandi frá Leikbrot.

Grindvíkingar áttu í miklum vandræðum með Tobin Carberry sem skoraði 44 stig og tók 16 fráköst fyrir Þór. Þórsarar náðu mest 14 stiga forystu en Grindvíkingar áttu frábæran lokasprett sem setti spennu í lleikinn. Hjá Grindvíkingum var Ólafur Ólafsson atkvæðamestur með 24 stig og 10 fráköst.

Þór Þ.-Grindavík 106-98 (24-23, 22-21, 30-20, 30-34)
Grindavík: Ólafur Ólafsson 24/10 fráköst/5 stolnir, Lewis Clinch Jr. 23/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 20/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 18/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 6, Ómar Örn Sævarsson 4, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Nökkvi Már Nökkvason 0, Magnús Már Ellertsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0.
 

Dubliner
Dubliner