Heklan
Heklan

Íþróttir

Mánudagur 14. apríl 2008 kl. 22:00

Grindvíkingar úr leik!

Grindvíkingar töpuðu fyrir Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, 116-114 , og féllu þar með úr keppni í undanúrslitum Iceland Expressdeildar karla í körfuknattleik.

Snæfellingar byrjuðu betur, en Grindvíkingar náðu frumkvæðinu í öðrum leikhluta þar sem Adama Darboe fór á kostum og jókst munurinn upp í 49-62 í hálfleik.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu í seinni hálfleik og þurfti oft og tíðum að ganga á milli manna. Gestirnir voru hins vegar sterkari framan af og stefndi allt í sigur Grindvíkinga en skotsýning Sigurðar Þorvaldssonar kom snæfelli aftur inn í leikinn og Hlynur Bæringson jafnaði leikinn fyrir lok venjulegs leiktíma, 106-106.

Leikurinn var æsispennandi í framlengingunni en Justin Shouse kom Snæfelli yfir þegar 11 sekúndur lifðu af leiknum.

Lokaskot leiksins frá Þorleifi Ólafssyni geigaði og því fór sem fór.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25