Laugardagur 17. september 2005 kl. 15:04
Grindvíkingar uppi í hálfleik
Grindvíkingar halda sæti sínu í úrvalsdeild miðað við stöðuna í hálfleik en þeir eru 2:1 yfir gegn grönnum sínum úr Keflavík.Mörk Grindavíkur skoruðu Paul McShane og Óli Stefán Flóventsson en Guðmundur Steinarsson mark Keflavíkur. Eyjamenn eru undir gegn Fylki og eru því sem stendur í fallsætinu.