Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 17. september 2005 kl. 16:10

Grindvíkingar uppi eftir sigur á Keflavík

Grindvíkingar fögnuðu sigri á grönnum sínum úr Keflavík í lokaumferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og héldu þar með sæti sínu í efstu deild. Framarar, ÍBV og Grindavík börðust hart í lokaumferðinni en Framarar máttu annað árið í röð bíða afhroð í lokaleik, í fyrra 1:6 gegn Keflavík en nú 1:5 fyrir FH. Munurinn varð hins vegar sá að nú dugði það þeim ekki til að halda sér uppi. Fram og Þróttur detta niður í fyrstu deild.

Það má búast við fjöri á lokahófi UMFG í kvöld eftir þennan árangur en liðið hefur aldrei fallið niður úr efstu deild. "Þetta jafnast á við að hafa verið bikarmeistari Keflavík í fyrra", sagði Milan S. Jankovich, þjálfari Grindavíkur eftir leikinn. Nánari umfjöllun og myndir á leiðinni í hús.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024