Grindvíkingar upp - Keflvíkingar þriðju
- Keflvíkingar með jafntefli í 50% leikja í deildinni í sumar
Grindvíkingar leika í efstu deild knattspyrnu karla á næsta tímabili. Keflavík verður áfram í 1. deild. Þetta er lokaniðurstaða Innkasso-deildarinnar en Íslandsmótinu í 1. deil lauk um nýliðna helgi.
Grindvíkingar fengu Fram í heimsókn um helgina. Ekkert var skorað í leiknum. Á sama tíma fóru Keflvíkingar í borgarferð og heimsóttu Leikni R. Þar varð einnig markalaus niðurstaða.
KA-menn urðu öruggir sigurvegarar deildarinnar með 51 stig, Grindvíkingar urðu í öðru sæti með 42 stig og Keflavík í því þriðja með 35 stig.
Grindvíkingar unnu 12 leiki í sumar, gerðu 6 jafntefli og töpuðu fjórum leikjum.
Keflvíkingar unnu átta leiki, gerðu ellefu jafntefli og töpuðu 3 leikjum. Þarna vekur athygli að liðið gerði jafntefli í helmingi leikja sinna í Inkasso-deildinni í sumar.