Grindvíkingar unnu Suðurnesjaslaginn
Þrír leikir fóru fram í Reykjanesmóti karla í körfubolta í gærkvöldi þar sem Íslandsmeistarar Grindavíkur lögðu bikarmeistara Keflavíkur, 93-87. Njarðvík fékk skell í Ásgarði gegn Stjörnunni, en þar urðu lokatölur 104-84.
Það var vel mætt í Röstina í gær á þennan Suðurnesjaslag milli Íslandsmeistaranna úr Grindavík og bikarmeistara Keflavíkur í Rekjanesmótinu. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn og byrjuðu Íslandsmeistararnir mjög vel með sterkum fyrsta leikhluta og voru með forystu 24-11 en það var eins og nýtt lið hefði komið inn í annan leikhluta hjá Keflavík og unnu þeir hann 30-13!
Staðan í hálfleik var 37-41. Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum en í 4. leikhluta sigldu Íslandsmeistararnir þessu í land með flottum leik. Stigahæðstir hjá Grindavík voru AAron Broussard með 28 stig og 9 fráköst, Sammy 22 stig og Sigurður Þorsteins 14 stig. Hjá Keflavík var Kevin Glittner með 26 stig og Darrel Lewis með 21stig, Ragnar Albertsson kom flottur inn með 13 stig.
Justin Shouse daðraði við þrennuna með 24 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar. Sæmundur Valdimarsson bætti svo við 20 stigum og 5 fráköstum. Í liði Njarðvíkinga var Jeron Belin með 21 stig og 9 fráköst.
Karfan.is greinir frá.