HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Grindvíkingar unnu grannaslaginn gegn Keflavík
Föstudagur 7. mars 2014 kl. 12:10

Grindvíkingar unnu grannaslaginn gegn Keflavík

KR-ingar deildarmeistarar og línur að skýrast

Keflvíkingar sáu af deildarmeistaratitlinum til KR-inga í gær eftir tap gegn Grindvíkingum í Domino's deild karla í körfubolta. Með sigrinum eru Grindvíkingar komnir að hlið Keflvíkinga og gera atlögu að öðru sætinu. Grindvíkingar unnu 94-83 sigur á heimavelli sínum í gær og verður forvitnilegt að sjá baráttu Suðurnesjaliðanna um annað sætið en úrslitakeppnin er rétt handan við hornið.

Tölfræði leiksins.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á ÍR og komu sér í kjölfarið ágætlega fyrir í fjórða sæti deildarinnar fyrir ofan Hauka. Lokatölur 72-95 í Breiðholtinu gegn ÍR-ingum Övars Kristjánssonar.

Tölfræði leiksins.

 

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025