Grindvíkingar unnu grannaslaginn
Grindavík skellti nágrönnum sínum í Keflavík 3-1 í 1. umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Grindavíkurvelli á dögunum. Grindavík hafði nokkra yfirburði og verðskuldaði sigurinn.
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir kom Grindavík yfir og Rebekka Þórisdóttir bætti við örðu marki fyrir leikhlé. Fyrirliðinn Ágústa Jóna Heiðdal skoraði þriðja markið um miðan seinni hálfleik en Keflavík tókst að klóra í bakkanni en Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir skoraði þá úr víti. Grindavík mætir Fylki í næstu umferð þann 28. maí á Grindavíkurvelli.