Grindvíkingar um miðja Pepsi-deild
Grindvíkingar gerðu 0-0 jafntefli við HK í Kórnum, knattspyrnuhúsi Kópavogs í Pepsi Max-deild karla í gær.
Leikurinn var tíðindalítill og bæði lið þokkalega sátt við úrslitin. Grindvíkingar eru í ágætri stöðu í deildinni, í 6. sæti með 9 stig, hafa unnið 2 leiki, gert 3 jafntefli og tapað einum leik.
Tufa þjálfari Grindvíkinga sagði eftir leikinn að það hefði mátt sjá þreytu merki á liðinum eftir leikjatörn í upphafi Íslandsmótsins. Þessi skemmtilegi þjálfari var í viðtali við fotbolti.net eftir leikinn.