Grindvíkingar töpuðu í Árbænum
Fylkismenn voru sterkari á endasprettinum þegar þeir lögðu Grindvíkinga, 1-2, á Árbæjarvelli í Landsbankadeild karla í kvöld.
Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir á upphafsmínútum leiksins og leiddu þeir allt þar til á 86. mín. þegar Sævar Þór Gíslason jafnaði úr vítaspyrnu og Christian Christianssen skoraði svo sigurmarkið á 93. mínútu.