Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar töpuðu í æsispennandi leik
Laugardagur 27. mars 2010 kl. 09:31

Grindvíkingar töpuðu í æsispennandi leik

Leikur Grindavíkur og Snæfells í Röstinni í Grindavík sýndi allt það besta sem úrslitakeppnin í körfubolta hefur upp á að bjóða. Tvö frábær lið sem bæði ætluðu sér sigur og skemmtileg tilþrif hjá báðum liðum. Gestirnir fóru hins vegar með sigur í æsispennandi leik 94-95.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar byrjuðu miklu betur og náðu mest 15 stiga forystu en Hólmarar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og unnu þann mun upp. Síðustu mínúturnar skiptust liðin á að hafa forystu en Snæfell fór með sigur af hólmi í frábærum leik 94-95.


Hlynur Bæringsson átti frábæran leik hjá Snæfell með 24 stig og 15 fráköst, Sean Burton skoraði 18 stig og var með 9 stoðsendingar og steig upp í 4ja leikhluta og hjálpaði Snæfell að klára leikinn. Auk þess átti Sigurður Þorvaldsson fínan leik með 18 stig.

Hjá Grindavík átti Brenton Birmingham frábæran leik með 26 stig og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 1 af 5 vítum. Ómar Örn Sævarsson barðist líka af miklum krafti og var með 11 stig og 12 fráköst og Arnar Freyr Jónsson stjórnaði liðinu vel og spilaði frábæra vörn á Sean Burton en Arnar var með 9 stig og 8 stoðsendingar.

Liðin leika næsta leik í Hólminum á mánudag.


Myndir og texti frá karfan.is