Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar töpuðu gegn Stjörnunni
Miðvikudagur 6. júlí 2011 kl. 11:10

Grindvíkingar töpuðu gegn Stjörnunni

Grindvíkingar máttu sætta sig við 3-1 tap í Garðabænum í Pepsi deild kvenna í gærkvöldi. Grindavík situr enn í neðsta sæti með einungis eitt stig á meðan Stjarnan er stigi á eftir toppliði Vals.

Grindvíkingar geta þó tekið margt jákvætt úr þessum leik þó að staðreyndin sé enn sú að þær séu í miklum vandræðum í deildinni.

Heimastúlkum tókst þó að komast yfir á 33. mínútu en þar var á ferð Inga Birna Friðjónsdóttir með skoti úr teignum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjórum mínútum síðar jafnaði Darnelle Mascall fyrir Grindvíkinga. Hún sýndi glæsileg tilþrif þegar hún lék á vörn Stjörnunnar og kláraði færið sitt vel.

Stjörnustúlkur komust í 2-1 fljótlega í byrjun síðari hálfleiks og þær virtust vera með undirtökin í leiknum. Grindvíkingar fengu svo umdeilda vítaspyrnu eftir rúmar 60 mínútur en Ágústa Jóna Heiðdal lét verja frá sér og staðan enn 2-1 fyrir Stjörnuna. Undir lok leiksins gerðu heimamenn svo út um leikinn þegar þær komust í 3-1 og þar við sat.

Staðan: