Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar töpuðu gegn Skallagrími
Fimmtudagur 11. október 2018 kl. 22:14

Grindvíkingar töpuðu gegn Skallagrími

Óvæntustu úrslit annarrar umferðar Domino's deildarinnar komu í Borganesi en þar skelltu Skallagrímsmenn Grindvíkingum 93-88. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu þó í hléi 44-39. Í þriðja leikhluta var munurinn orðinn 18 stig og allt útlit fyrir að sigurinn væri Skallagrímsmanna. Grindvíkingar neituðu að leggjast niður og bitu frá sér í síðasta fjórðung en það var því miður of seint. Terrell Vinson átti flottan leik, 27 stig og 10 fráköst en hann meiddist þó í leiknum og er ekki vitað um alvarleika meiðslana. Kuiper skilaði 18/11 tvennu og Sigtryggur Arnar skoraði 18 stig.

Grindavík: Terrell Vinson 27/10 fráköst/3 varin skot, Jordy Kuiper 18/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 18/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 8, Johann Arni Olafsson 5, Michael Liapis 2, Jóhann Dagur Bjarnason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hlynur Hreinsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Nökkvi Harðarson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skallagrímur: Eyjólfur Ásberg Halldórsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Aundre Jackson 22/9 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 14/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Matej Buovac 11, Davíð Ásgeirsson 7, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Arnar Smári Bjarnason 0, Kristófer Gíslason 0, Guðbjartur Máni Gíslason 0, Ragnar Sigurjónsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0.