Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar töpuðu gegn KR í fyrsta leik
Mánudagur 6. október 2014 kl. 09:05

Grindvíkingar töpuðu gegn KR í fyrsta leik

Körfuboltinn farinn að rúlla

Körfuboltavertíðin hófst í gær þegar leikið var um titilinn meistarar meistaranna í karla og kvennaflokki. Hjá körlunum léku bikarmeistarar Grindavíkur gegn Íslandsmeisturum KR. Þar höfðu KR-ingar öruggan sigur 105-81. Ólafur Ólafsson fór fyrir Grindvíkingum í leiknum en hann átti stórleik, skoraði 31 stig og tók 11 fráköst.

Leiktíðin hefst svo fyrir alvöru fimmtudaginn 9. október með heilli umferð. Þá leika reyndar öll Suðurnesjaliðin á útivelli. Njarðvíkingar heimsækja KR-inga, Keflvíkingar mæta Skallagrími og Grindvíkingar fara í Hafnarfjörð og leika gegn Haukum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvennadeildin hefst á miðvikudag með heilli umferð. Þar leika bæði Suðurnesjaliðin á heimavelli. Keflvíkingar fá Blika í heimsókn á meðan Grindvíkingar taka á móti Hamarskonum.

Tölfræðin:

Grindavík: Ólafur Ólafsson 31/11 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 18/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 13, Ómar Örn Sævarsson 7/13 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/5 fráköst, Nökkvi Harðarson 4, Hilmir Kristjánsson 2/4 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 2, Magnús Már Ellertsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.

 

KR-Grindavík 105-81

KR: Michael Craion 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/10 fráköst/12 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 12, Helgi Már Magnússon 11/6 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 10, Darri Hilmarsson 10, Finnur Atli Magnússon 10/7 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 6, Högni Fjalarsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0.