Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 29. október 2002 kl. 11:30

Grindvíkingar taplausir

Grindvíkingar unnu fjórða leik sinn í röð þegar Tindastóll kom í heimsókn á sunnudag. Leikurinn byrjaði fjörlega þar sem bæði lið hittu vel úr skotunum. Þegar líða tók á leikinn róaðist yfir leikmönnum og leikurinn fór að færast nær körfunni. Leikurinn var jafn allan tímann en Grindvíkingar voru sterkari á lokakaflanum. Lokatölur voru 84:77 en staðan í hálfleik var 54:45.
"Við vorum í raun alltaf skrefinu á undan í þessum leik sem var nú ekki beint fallegur fyrir augað. Það var lítið um varnarleik til að byrja með en svo harnaði leikurinn. Við mættu heldur kærulausir til leiks í síðari hálfleik og hleyptum þeim nálægt okkur. Við áttum nokkra ágæta spretti í leiknum og þeir skópu þennan sigur", sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn.
Nú eru þið búnir að sigra alla leikina er þetta eitthvað sem koma skal?
"Við tökum einn leik fyrir í einu og sjáum hvert það leiðir okkur. Það er erfitt að dæma leik liðsins þegar svo skammt er liðið á mót og í raun ekkert hægt að segja um liðin fyrr en allir hafa spilað við alla".
Hvernig lýst þér annars á veturinn?
"Bara ágætlega. Liðin eru flest heppin með erlenda leikmenn og því má búast við skemmtilegu og spennandi móti þar sem allt getur gerst".

Þeir skoruðu mest: Darrell Lewis 24 stig, Páll Vilbergsson 21 og Helgi Guðfinnsson 15.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024