Grindvíkingar tapa í Eyjum
 Grindvíkingar máttu sætta sig við 2-1 tap gegn ÍBV í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn átti að fara fram í gær, laugardag, en var frestað sökum veðurs.
Grindvíkingar máttu sætta sig við 2-1 tap gegn ÍBV í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn átti að fara fram í gær, laugardag, en var frestað sökum veðurs. Grindvíkingar hefðu getað komist á topp deildarinnar með sigri og það leit ekki illa út fyrir þá tila ð byrja með því þeir komust yfir strax á 8. mínútu með glæsimarki Mounirs Ahandour.
Bretinn Ian Jeffs í liði Eyjamanna var Grindvíkingum hins vegar óþægur ljár í þúfu og skoraði tvö mörk, sitt hvoru megin við hálfleik, og tryggði ÍBV góðan heimasigur og áframhaldandi von um sæti í úrvalsdeild.
Grindvíkingar eru enn í 3. sæti, en eiga leik til góða á topplið Þróttar.
Mynd úr safni VF: Mounir Ahandour gerði mark Grindvíkinga í dag.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				