Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar taka á móti Valsmönnum
Grindvíkingar verða án erlends leikmanns í kvöld.
Fimmtudagur 24. október 2013 kl. 08:19

Grindvíkingar taka á móti Valsmönnum

Njarðvík og Keflavík mætast á mánudag

Þriðja umferð Dominos-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Grindvíkingar eru eina Suðurnesjaliðið sem leikur í kvöld, en þeir fá Valsmenn í í heimsókn í Röstina. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Grindvíkingar létu nýlega Kendall Timmons fara frá liðinu og því leika þeir án erlends leikmanns í kvöld.

Á mánudaginn fer svo fram stórleikur sem enginn sannur körfuboltaaðdáandi ætti að láta fram hjá sér fara. Þá mætast grannarnir Keflavík og Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Bæði lið hafa unnið báða sína leiki í deildinni til þessa og verður að vonum hart barist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkur meiðsli eru að hrjá bæði lið en Njarðvíkingar urðu fyrir mikilli blóðtöku á dögunum. Þá kom í ljós að Snorri Hrafnkelsson er með slitið krossband í hné og mun ekki leika meira á leiktíðinni. Eins er Maciej Baginski líklega frá í 2-3 mánuði. Keflvíkingar misstu svo Magnús Gunnarsson í meiðsli en hann handarbrotnaði.