Grindvíkingar taka á móti Íslandsmeisturunum
Leikið verður í Pepsi-deild karla í kvöld og að vanda verða Suðurnesjaliðin í eldlínunni. Grindvíkingar taka á móti Íslandsmeisturunum í Breiðablik á heimavelli sínum en Blikar hafa ekki verið sanfærandi í sumar og hafa 15 stig, eða þremur stigum meira en Grindavík og sitja í sætinu fyrir ofan þá gulklæddu.
Grindvíkingar náðu í mikilvægt stig gegn Valsmönnum í síðustu umferð og þurfa nauðsynlega á fleiri stigum að halda ef þeir ætla sér að kveðja fallbaráttuna.
Keflvíkingar sækja FH-inga heim en þessi lið hafa marga rimmuna háð síðustu ár og leikir liðanna jafnan verið fjörlegir. Með sigri í kvöld geta Keflvíkingar komist nær baráttunni um Evrópusæti en liðið er sem stendur í 7. sæti með 17 stig.
Staðan í deildinni: