Grindvíkingar taka á móti Eyjamönnum í kvöld
Grindvíkingar leika nú sitt annað ár í Lengjudeild karla í knattspyrnu en þeim mistókst að vinna sig upp í fyrra og enduðu í fjórða sæti. Grindvíkingum er spáð fjórða sæti aftur í ár en metnaður þeirra er að leika í efstu deild og Grindvíkingar munu róa öllum árum að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári.
Grindvíkingar hefja deildina á Grindavíkurvelli í dag klukkan 18:00 þegar þeir taka á móti liði ÍBV en Eyjamönnum er spáð toppsætinu í haust, það má því búast við hörkuleik en liðin gerðu 1:1 jafntefli þegar þau mættust síðasta haust.
Grindavík, meistaraflokkur karla:
Aron Dagur Birnuson (nýr leikmaður frá KA)
Ævar Andri Á. Öfjörð
Nemanja Latinovic
Viktor Guðberg Hauksson
Sindri Björnsson
Tiago Manuel Silva Fernandes (nýr leikmaður frá Portúgal)
Josip Zeba
Dion Jeremy Acoff (nýr leikmaður frá Þrótti Reykjavík)
Maciej Majewski
Freyr Jónsson (nýr leikmaður frá KA)
Þröstur Mikael Jónasson (nýr leikmaður frá Dalvík)
Símon Logi Thasaphong
Mirza Hasecic (snýr aftur úr meiðslum)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Marinó Axel Helgason
Aron Jóhannsson
Sigurjón Rúnarsson
Sigurður Bjartur Hallsson
Ólafur Guðmundsson (nýr leikmaður á láni frá Breiðabliki)
Luka Sapina
Farnir frá síðasta tímabili:
Alexander Veigar Þórarinsson í GG
Gunnar Þorsteinsson í nám
Guðmundur Magnússon í Fram
Elias Tamburini í ÍA
Mackenzie Heaney til Englands
Hilmar McShane á lán til Hauka
Oddur Ingi Bjarnason til KR (var á láni)
Stefán Ingi Sigurðarson til Breiðabliks (var á láni)
Óliver Berg Sigurðsson á lán til Víðis
Baldur Olsen á lán til Ægis
Hermann Ágúst Björnsson (hættur)
Gylfi Örn Á Öfjörð í GG
Vladan Dogatovic á lán til KA
Spá þjálfara og fyrirliða Lengjudeildar karla á vefmiðlinum Fótbolti.net: