Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar steinlágu gegn Haukum
Föstudagur 4. mars 2016 kl. 11:20

Grindvíkingar steinlágu gegn Haukum

Létt hjá Keflvíkingum á Selfossi

Grindvíkingar berjast ennþá fyrir lífi sínu í úrslitakeppni karla í körfuboltanum eftir að þeir steinlágu gegn Haukum á heimavelli sínum í gær. Haukar sem eru sjóðheitir sigruðu 71:105 en munurinn fór mest upp í 37 stig. Eftir leikinn eru Grindvíkingar jafnir Snæfellingum að stigum og halda því í vonina um að ná áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina.

Grindavík-Haukar 71-105 (16-25, 16-29, 16-29, 23-22)

Grindavík: Þorleifur Ólafsson 12, Jón Axel Guðmundsson 12, Charles Wayne Garcia Jr. 10/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 9/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 5/4 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 3/4 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Hinrik Guðbjartsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.

Keflvíkingar hins vegar gerðu góða ferð á Selfoss þar sem þeir sigruðu FSU örugglega. Munrinn var 15 stig í hálfleik Keflvíkingum í vil en jóks þegar á leið síðari hálfleik og á endanum varð 73:112 sigur staðreynd. Jerome Hill skoraði 26 og Reggie 19. Keflvíkingaru í öðru sæti deildarinnar áfram með jafn mörg stig og Stjarnan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

FSu-Keflavík 73-112 (25-29, 20-30, 10-30, 18-23)

Keflavík: Jerome Hill 26/8 fráköst, Reggie Dupree 19/6 fráköst, Magnús Már Traustason 16/7 fráköst, Ágúst Orrason 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 15, Daði Lár Jónsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 6, Andri Daníelsson 4, Guðmundur Jónsson 2, Valur Orri Valsson 2/5 fráköst/12 stoðsendingar, Arnór Ingi Ingvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.