Grindvíkingar stálu sigrinum
Unnu Njarðvíkinga í spennandi leik
Grindvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfubolta í gær þegar þeir unnu Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni, 83-84. Njarðvíkingar voru yfir mest allan leikinn og höfðu að því er virðist þægilega forystu þegar skammt var til leiksloka.
Grindvíkingar gáfust þó aldrei upp og með Þorleif Ólafsson fremstan í flokki, náðu þeir góðri rispu í lokinn og kláruðu leikinn. Njarðvíkingar höfðu möguleika á því að sigra leikinn á lokasekúndunum en skot Nigel Moore geigaði.
Logi Gunnarsson var heitur í leiknum en hann skoraði 26 stig fyrir Njarðvíkinga. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur í liði Grindvíkinga með 19 stig.