Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar sóttu stig norður á Akureyri
Mynd/EJS úr safni VF.
Mánudagur 19. maí 2014 kl. 09:00

Grindvíkingar sóttu stig norður á Akureyri

Grindvíkingar byrjuðu sumarið á góðum sigri í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Þær unnu 1-2 útisigur á Hömrunum en leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri í gær, sunnudag. Norðankonur komust yfir snemma leiks en skömmu síðar snéru Grindvíkingar leiknum sér í vil. Mörk með nokkura mínútna millibili frá Helgu Kristinsdóttur og Margréti Albertsdóttur gáfu þeim gulu forystu áður en flautað var til hálfleiks. Þeirri forystu héldu Grindavíkurkonur til loka og tryggðu sér góðan útisigur í fyrsta leik Íslandsmótsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024