Grindvíkingar slegnir út úr Coca-Cola bikarnum
Grindvíkingar töpuðu í kvöld gegn ÍA, 1-0, í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Akranesi. Það var Ellert Jón Björnsson sem skoraði markið. Þar með eru Grindvíkingar dottnir úr leik en þeir hafa ekki verið að spila vel að undanförnu þó svo þeir séu með mjög sterkan leikmannahóp.Grindvíkingar geta því einbeitt sér að deildarkeppninni frá og með deginum í dag enda veitir ekki af ætli þeir sér að tolla í toppbaráttunni í sumar.