Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar skutu niður ljósin og heimamenn í Garðabæ
Dagur Kár átti stórleik með Grindvíkingum gegn Stjörnunni. mynd/karfan.is
Laugardagur 1. apríl 2017 kl. 12:06

Grindvíkingar skutu niður ljósin og heimamenn í Garðabæ

Grindvíkingar unnu flottan sigur á Stjörnunni í fyrstu viðeign liðanna í undanúrslitum Domino’s deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Lokatölur urðu 78-96 fyrir Grindavík en leikið var í Garðabæ.

Dagur Kár Jónsson (sonur Jóns Kr. Gíslasonar Keflvíkings) átti stórleik og skoraði 26 stig. Dagur átti líka tilþrif kvöldsins þegar hann skoraði flautuþrist nánast frá miðju í lok þriðja leikhluta með tvo leikmenn í andlitinu. Dagur sýndi að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni en Jón Kr. faðir hans var einn besti körfuboltamaður landsins og einn af lykilmönnum í meistaraliði Keflavíkur þegar það var upp á sitt besta.

Stjörnumenn voru með þriggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en Grindvíkingar unnu annan og þriðja leikhluta með 21 stigi samtals og það kláraði leikinn fyrir þá.
Liðin mætast í annari viðureign á þriðjudagskvöldið í Grindavík.

Hér má sjá tvö stutt viðtöl af hinum skemmtilega körfuboltamiðli karfan.is þar sem sjá má veglega umfjöllun um leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024