Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar skulu greiða Guðjóni 8 milljónir
Guðjón var látinn taka poka sinn hjá Grindvíkingum eftir leiktíðina 2012.
Föstudagur 7. mars 2014 kl. 12:47

Grindvíkingar skulu greiða Guðjóni 8 milljónir

Dómur féll í máli Guðjóns Þórðarsonar knattspyrnuþjálfara gegn knattspyrnudeild Grindavíkur í héraðsdómi Reykjaness í dag. Grindavík var þar dæmt til að greiða Guðjóni átta milljónir króna, eða jafnvirði launa út samningstíma Guðjóns. Guðjón gerði samning við Grindavík árið 2011 til þriggja ára en eftir leiktíðina 2012 var honum sagt upp störfum eftir slæmt gengi liðsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Guðjóns staðfesti niðurstöðu dómsins í samtali við mbl.is í dag.

Í kjölfar uppsagnarinnar leitaði Guðjón réttar síns sem hann hefur nú unnið fyrir héraðsdómi. Grindavík þarf því að greiða Guðjóni bætur upp á rúmar átta milljónir eða alls 8.415.000 krónur með dráttarvöxtum. Uppsögnin er því dæmd ólögleg af héraðsdómi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024