Íþróttir

Grindvíkingar skrefinu á eftir KR-ingum
Mánudagur 21. apríl 2014 kl. 20:54

Grindvíkingar skrefinu á eftir KR-ingum

Tap í fyrsta leik á útivelli

Grindvíkingar máttu sætta sig við tap í Vesturbænum þegar þeir mættu KR-ingum í fyrsta leik úrslita Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-84 fyrir heimamenn en þeir höfðu forystu allan tímann þrátt fyrir að Grindvíkingar kæmust nokkrum sinnum nærri því að jafna.

Segja má að sigur KR hafi verið sanngjarn en Grindvíkingar gáfust þó aldrei upp og áttu nokkur góð tækifæri til þess að komast aftur inn í leikinn. Í hálfleik leiddu heimamenn 46-44 eftir góðan sprett Grindvíkinga sem lauk með þriggja stig körfu frá Jóni Axel Grindvíkingi á lokasekúndum. KR-ingar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik og náðu ágætis forystu fyrir lokafjórðung. Hana létu þeir ekki af hendi og lönduðu sigri þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi minnt hressilega á sig þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. KR stigu þá fastar á bensínið og kláruðu fyrsta leikinn á sterkum heimavelli sínum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Næsti leikur er í Röstinni á miðvikudag.

Tölfræðin

Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst/4 varin skot, Daníel Guðni Guðmundsson 6

KR: Demond Watt Jr. 22/18 fráköst, Darri Hilmarsson 18/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 18/9 fráköst, Martin Hermannsson 16, Pavel Ermolinskij 13/8 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 6, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Ólafur Már Ægisson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0.