Grindvíkingar skrefinu á eftir Hólmurum
Snæfell bikarmeistarar kvenna í körfubolta
Snæfell eru bikarmeistarar kvenna eftir sigur á Grindvíkingum í Laugardalshöll nú rétt í þessu. Lokatölur 78:70 þar sem Hólmarar voru ávallt skrefinu á undan í leiknum og sýndu af hverju þær eru besta lið landsins um þessar mundir. Grindvíkingar fundu sig aldrei almennilega í leiknum en voru þó aldrei langt undan.
Whitney Frazier var langbest Grindvíkinga í leiknum en hún skoraði 32 stig. Talsvert munaði um framlag frá öðrum og má þar nefna að systurnar Petúnella og Hrund Skúladætur skoruðu ekki stig í leiknum.
Hér að neðan má sjá svipmyndir frá leiknum en fjölmargar ljósmyndir má finna í ljósmyndasafni Víkurfrétta