Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar skipta um Kana
Oosdyke hefur verið leyst frá störfum í Grindavík.
Mánudagur 16. desember 2013 kl. 19:46

Grindvíkingar skipta um Kana

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur sagt upp bandaríska leikmanninum Lauren Oosdyke sem hefur leikið með kvennaliði félagsins í Domino´s deildinni í vetur. Nú þegar er arftaki Oosdyke fundinn en sú heitir Bianca Lutley og er 1,78 mbakvörður, sem getur spilað nær allar stöður á vellinum.

„Lauren er góður leikmaður en liðið hefur breyst mikið frá því ég valdi hana í haust. Meiðsli og annað hefur breytt hópnum og ég tel ég þurfa annarskonar týpu af leikmanni fyrir „seinni hálfleik,““ sagði Jón Halldór við Karfan.is og vísaði þar í meiðsli Pálínu Gunnlaugsdóttir og fjarveru Petrúnellu Skúladóttur sem er barnshafandii.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024