Grindvíkingar sigruðu Íslandsmeistarana í kvöld

Grindvíkingar kepptu við KR-inga í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld en Grindvíkingar sigruðu leikinn 94-84. Grindvíkingar fóru vel af stað en eftir fyrsta leikhluta voru þeir strax komnir með tíu stiga forystu í leiknum. Þeir héldu baráttunni svo áfram út allan leikinn sem skilaði sér að leikslokum með öruggum sigri gegn Íslandsmeisturunum.

Rashad Whack var stigahæstur í liði Grindvíkinga en hann var með 28 stig og 7 fráköst. Þá var Ólafur Ólafsson með 20 stig og 7 fráköst og Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 14 stig og 14 fráköst.