Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar sigruðu Hólmara
Föstudagur 19. desember 2014 kl. 09:21

Grindvíkingar sigruðu Hólmara

Grindvíkignar unnu góðan sigur á Snæfellingum í fjörugum leik í Röstinni í gær. Leikurinn var fremur jafn en Grindvíkingar voru þó ávallt skrefinu á undan. Rodney Alexander var illviðráðanlegur hjá heimamönnum en hann var með 27 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var mættur aftur til leiks hjá Grindvíkingum en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Grindvíkinga fara því í jólafrí í 9. sæti deildarinnar með 8 stig.

Grindavík-Snæfell 98-87 (24-21, 29-22, 25-24, 20-20)

Grindavík: Rodney Alexander 27/16 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 17/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13, Ómar Örn Sævarsson 12/8 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Daníel Guðni Guðmundsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 9, Þorsteinn Finnbogason 6/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 3/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 2, Kristófer Breki Gylfason 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024