Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar sigruðu granna sína á útivelli
Það skortir ekki einbeitingu hérna.
Miðvikudagur 13. ágúst 2014 kl. 21:27

Grindvíkingar sigruðu granna sína á útivelli

Grindvíkingar unnu öruggan 0-4 sigur gegn Keflvíkingum þegar liðin áttust við á Nettóvellinum í 1. deild kvenna í kvöld. Reyndar var jafnræði með liðinum framan af, en Grindvíkingar hrukku í gang eftir rúma klukkustund. Öll mörk leiksins komu undir lokin en það fyrsta leit dagsins ljós á 68. mínútu, en þá skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir. Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir breytti stöðunni í 0-2 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Grindvíkingar skoruðu aftur skömmu síðar og innsigluðu svo sigurinn með fjórða markinu þegar leiktíminn var við það að renna út.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024