Grindvíkingar sigruðu granna sína á útivelli
Grindvíkingar unnu öruggan 0-4 sigur gegn Keflvíkingum þegar liðin áttust við á Nettóvellinum í 1. deild kvenna í kvöld. Reyndar var jafnræði með liðinum framan af, en Grindvíkingar hrukku í gang eftir rúma klukkustund. Öll mörk leiksins komu undir lokin en það fyrsta leit dagsins ljós á 68. mínútu, en þá skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir. Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir breytti stöðunni í 0-2 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Grindvíkingar skoruðu aftur skömmu síðar og innsigluðu svo sigurinn með fjórða markinu þegar leiktíminn var við það að renna út.