Grindvíkingar sigruðu Ármann
Lokatölur voru 50-71 fyrir 1. deildarliði Grindavíkur þegar stelpurnar mættu Ármanni í útileik fyrr í kvöld. Grindvíkingar voru strax sterkari í fyrsta leikhluta og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 21-32, en lið Ármanns skoraði einungis þrjú stig í öðrum leikhluta. Grindvíkingar enduðu leikinn með því að skora 28 stig í síðasta leikhluta og sigruðu leikinn með 21 stigi.
Angela Rodriguez, spilandi þjálfari liðsins, var sú stigahæsta í liði Grindavíkur en hún var með 29 stig, 13 fráköst, 9 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir var með 15 stig og 6 fráköst og Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir var með 8 stig og 7 fráköst.