Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar sendu Hauka úr bikarnum
Mánudagur 11. janúar 2016 kl. 09:54

Grindvíkingar sendu Hauka úr bikarnum

Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og slógu Hauka út úr bikarkeppni kvenna í körfubolta í gær. Grindvíkingar unnu 65:63 í miklum spennuleik þar sem Whitney Fraizier skoraði 27 stig. Sigrún Sjöfn var með góða tvennu, 12 stig og 11 fráköst og Petrúnella skoraði 12 stig. Haukar eru á toppi deildarinnar á meðan Grindvíkingar eru í fjórða sæti. Grindvíkingar eru því komnir í undanúrslit ásamt Keflavík, Snæfelli og Stjörnunni.

Tölfræði leiks

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024