Grindvíkingar semja við Bamba
Grindvíkingar hafa samið við franska leikmanninn Tiegbe Bamba um að spila með liðinu út tímabilð í Domino’s deild karla í körfubolta. Bamba hefur t.d. spilað í Pro A og B í Frakklandi. Kappinn er einnig með vegabréf frá Fílabeinsströndinni. Grindvíkingar hafa verið í brasi með erlenda leikmenn og á dögunum sendu þeir tvo leikmenn heim og bættu síðan við Lewis Clinch sem er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu.