Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar sanka að sér nýjum leikmönnum - Paxel snýr aftur
Paxel er kominn heim á ný!
Fimmtudagur 25. júní 2015 kl. 11:01

Grindvíkingar sanka að sér nýjum leikmönnum - Paxel snýr aftur

Verulegar hreyfingar hafa verið í leikmannamálum Grindvíkinga í körfunni síðustu daga. Stórskyttan Páll Axel Vilbergsson, sem hefur alið manninn síðustu tvö tímabil í Borgarnesi, hefur snúið aftur til heimahaganna í Grindavík. Páll hyggst nú klára feril sinn heimavið í Grindavíkinni þar sem hann sleit barnskóm sínum og hefur spila lungan af ferlinum.

Páll Axel er án vafa ein af bestu skyttum Íslandssögunnar en síðastliðinn vetur var hann fyrsti leikmaður deildarinnar til að setja niður 1.000 þrista á ferlinum. Páll er fæddur í janúar 1978 og því 37 ára gamall.

Grindavík hefur einnig gengið frá ráðningu erlends leikmanns karlamegin og varð fyrir valinu Hector Harold sem var að útskrifast frá Vermont háskólanum sem er 1. deildar skóli í America East deildinni. Hector er 2,01 að hæð og spilaði þrist og fjarka í skólanum en mun spila stöðu miðherja hjá Grindavík. Hector er sagður mjög fjölhæfur leikmaður með góða boltatækni enda spilaði hann stöðu skotbakvarðar þar til fyrir 5 árum þegar hann tók ansi myndarlegan vaxtarkipp. Hann á að vera frábær varnarmaður og síðast en ekki síst var hann fyrirliði liðs síns, segir á grindavik.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024