Íþróttir

Grindvíkingar safna liði
Darrell Vinson leikur með Grindavík í vetur. Mynd/karfan.is
Miðvikudagur 29. ágúst 2018 kl. 06:00

Grindvíkingar safna liði

Grindvíkingar munu tefla fram mikið breyttu liði í Domino’s deildinni í körfubolta í vetur. Þriðji útlendingurinn bættist í hópinn í vikunni þegar þeir gengu frá samningi við Terrell Vinson en hann lék með Njarðvík síðasta vetur.  Vinson var með 22,1 stig, 9,7 fráköst og 24.1 framlagsstig að meðaltali í leik með Njarðvík sem féll úr leik í átta liða úrslitum á síðustu leiktíð.

Miklar breytingar eru á liði Grindavíkur frá síðustu leiktíð. Dagur Kár, Ingvi Þór, Ómar Örn og Þorsteinn Finnboga hafa allir yfirgefið liðið ásamt Sigurði Þorsteinssyni. Á móti hefur liðið fengið þá Hlyn Hreinsson, Nökkva Harðarson og Sigtrygg Arnar Björnsson. Fyrr í sumar var samið við erlendu leikmennina Michalis Liapis og Jordy Kuiper.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024