Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar réðu ekki við Valssóknina í þriðja leikhluta
Deandre Kane bar af í liði Grindavíkur. VF/SDD
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 17. maí 2024 kl. 21:39

Grindvíkingar réðu ekki við Valssóknina í þriðja leikhluta

Valur tók fyrsta leikinn í kvöld og þar af leiðandi forystu í einvíginu við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik. Framan af allt í járnum en í þriðja leikhluta tókst Valsmönnum að byggja upp forystu sem Grindvíkingar náðu ekki að jafna.

Valur - Grindavík 89:79

(21:22 | 16:15 | 32:21 | 20:21)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21:22 en í fyrstu tveimur leikhlutunum var munurinn sjaldan meiri en eitt, tvö stig.

Það voru Grindvíkingar sem leiddu mestallan fyrri hálfleik en undir lok annars leikhluta setti Valur niður þrist og jöfnuðu leikinn í 37:37.

Sókn Valsara setti í gírinn eftir hálfleikshressinguna og þótt Grindvíkingar hafi skorað 21 í þriðja leikhluta gerði Valur gott betur en það, eða 32 stig.

Það var einhver Suðurnesjasvipur á dómaratríóinu; Birgir Örn Hjörvarsson, Sigmundur Már Herbertson og Kristinn Óskarsson.

Grindvíkingar voru því ellefu stigum undir þegar fjórði leikhluti fór af stað (69:58) og heimamenn gáfu þeim ekki færi til að hleypa spennu í lokin.

Hjá Grindavík voru það Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) sem drógu vagninn en aðrir sem komust á blað voru þeir Ólafur Ólafsson (9 stig), Daniel Mortensen (4 stig), Kristófer Gylfason (3 stig) og þeir Valur Orri Valsson og Julio de Asisse gerðu tvö stig hvor.


Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, fréttamaður Víkurfrétta, ræddi við Jóhann Þór Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, og Ólaf Ólafsson, leikmann og fyrirliða Grindvíkinga, eftir leik.

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræðir við Víkurfréttir eftir leik:

Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, eftir tap í fyrsta leik einvígisins við Val:

Finnur Stefánsson, þjálfari Vals:

Kári jónsson, leikmaður Vals: