Grindvíkingar prúðastir á ársþingi KSÍ
Grindvíkingar hlutu svokallaða Dragostyttu á 68. ársþingi KSÍ sem haldið er Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú um helgina.
Dragostytturna hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna en Grindvíkingar sýndu prúðmannlegan leik í 1. deildinni síðasta sumar. Á myndinni er Geir Þorsteinsson formaður KSÍ að afhenda Jónasi Þórhallssyni formanni knattspyrnudeildar UMFG Dragostyttuna. Heimasíða Grindavíkur greinir frá.